top of page

Þar til næst


Dásamlegt að fá póst frá Landlæknisembættinu með leyfi mínu til að starfa sem sálfræðingur.

Ég ætla þó að vera í fríi í sumar, nýta tímann í sjálfsvinnu, njóta barna minna og vinna upp það sem setið hefur á hakanum á meðan á námsgeðveiki stóð.

En aftur að bréfpósti sem mér berst ;) Ég nenni sjaldnast að ná í lykla að póstkassanum, sting frekar hendinni ofan í póstkassann og næ því sem ég næ hahahha, sem sagt að ef eitthvað dettur flatt á botninn í póstkassanum þá... bara er það þar.

(en ég fylgist vel með tölvupósti :) )

Allavega þá þurfti ég að ná í lyklana og opna póstkassann í gær og þar á botninum lá bréf frá lögregluembættinu... póstlagt 5. júní!

Hvað ef bréfið hefði verið þess efnis að ég yrði að bregðast við bréfinu innan einhverra daga or else... en nei það var ekkert þannig í þetta skiptið hahaha.

Bréfið hafði verið skrifað 3. júní, degi áður en ár var liðið frá bílslysinu. Í bréfinu kom fram að málinu væri lokið og að rannsókn hafi leitt í ljós að um glæfraakstur af gáleysi hins bílstjórans hafi verið um að ræða, með þeim afleiðingum að hin birfreiðin hafi verið á röngum veghelming og hafi endað framan á okkur. Þrátt fyrir að málið hafi tekið langan tíma þá fá þeir plús fyrir að hafa lokið málinu innan árs ;) Gott að vita að málinu er lokið.

En svona það helsta af okkur, þá ætla ég að taka mér pásu frá námi í haust, Sóley og Fanney fara í lögfræðinám í haust, Myrra Venus byrjar í 1. bekk í grunnskóla ári á undan sínum árgangi, Arna fer í master í iðnaðarlíftækni og Perla Ruth skrifaði undir samning við Fram og mun spila með þeim í vetur.

Að öðru leiti erum við bara búin að vera nokkuð slök í sumar.

Myrra og Bæron eru búin að vera á sundnámskeiði og vilja þau helst búa í sundlauginni í kafi.

Frosti og Skjöldur eru búnir að vera á fótboltaæfingum fyrir norðan og Frosti fór á Barcelona fótboltaæfingabúðirnar.

Við erum búin að þræða alla afþreygingu sem í boði er og höldum því áfram út sumarið :)

Við fórum austur til Helgu systur síðustu helgi og strákarnir kepptu í fótbolta á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Mér finnst ofboðslega fallegt að keyra austur en þar sem ferðin er svo endalaust löng þá hætti ég alveg að ná að njóta útsýnisins og vil bara komast á leiðarenda sem allra fyrst :)

Líam Myrkvi varð eins árs 1. júní og er byrjaður að hlaupa um allt.

Skjöldur varð 14 ára í júní og Jasmín 9 ára. Frosti verður 12 ára núna 22. júlí og ég verð aftur þrjátíu og þriggja ára 19. júlí :D

Ég með elstu og yngstu ♡

Mín mín mín ♡♡ plús fjögur önnur barnabörn, einn sonur og sjö tengdasynir ♡♡

Ég þarf að fjárfesta í nettari myndavél sem ég nenni að hafa með mér út um allt þar sem ég er farin að taka myndir með símanum og eru þær þá í mjög slökum gæðum. Annars þá er mest lítið að frétta af okkur annað en allt er bara mjög ljúft og gott.

Hér er smá myndasyrpa af gullunum mínum og að öðru leyti óska ég ykkur bara góðs sumars og ég læt heyra í mér í haust með brakandi nýjar fréttir :)


bottom of page