Gleðilega páska
Gleðilega páska :)
Ég er búin að eiga æðislegan páskadag með börnunum mínum. Við vorum hér næstum öll í hádegispáskamat og vorum 25 manns sem borðuðum saman, börn, tengdabörn og barnabörn. Eldhúsborðið er bara stækkanlegt upp í 5 metra sem smellpassaði fyrir okkur og mjög skemmtilegt að geta setið öll saman til borðs.
Hér voru falin 20 páskaegg og var það löng og skemmtileg skemmtun að fylgjast með fólki hlaupa hér á milli hæða og eyða endalausum tíma í að fara eftir vísbendingum og leita að páskaeggjum.
Líam Myrkvi átti sína fyrstu páska og fékk lítið páskaegg svona fyrir sætar myndatökur ;) en gaurinn var ekki lengi að nýta sér tækifærið og fékk sér bita af egginu, alsæll og sáttur með sig :)
Við erum annars bara að elska þetta hús okkar þar sem allt og allir komast fyrir og endalaust pláss er fyrir heilu fjölskyldurnar í gistingu hjá okkur. Ég var að telja saman að það eru 24 rúm í húsinu + ungbarnarúm og einn svefnsófi hahaha
Við erum öll farin að hlakka til sumarfrís og höldum í þá tilhugsun núna á lokasprettinum við að klára þessa skólaönn hjá okkur öllum. Sóley Mist útskrifast stúdent núna 25. maí á afmælisdegi Fanneyjar systur sinnar og ég er að rembast við að klára mitt til að ná að útskrifast í sumar.
Og ég kom því í verk að panta hurðaskilti hjá útidyrunum með nöfnum okkar svo fólk er hætt að ganga inn án þess að banka eða dingla dyrabjöllunni á undan sér :)
Nafnaskiltið er rétt aðeins minna en A4 blað og kemur bara mjög vel út hahahah :D
Svo hlökkum við bara bilað til sumarsins að hafa tíma til að koma okkur fyrir og fara í öll þau verk sem hafa setið á hakanum og ekki gefist tími til.