Sigrún ein í heiminum og rétt náði innanlands flugi
Ég skrapp til Akureyrar í gær, var komin þangað um klukkan hálf tvö og var komin aftur í bæinn í morgun klukkan hálf ellefu. Lára Kristín frænka mín og Geiri giftu sig í gær svo auðvitað varð maður að mæta og njóta dagsins með þeim.
Lára Kristín er meðal annars með opið snapp (gymlara) svo addið henni endilega ef þið eruð ekki með hana nú þegar ;) Mjög flott eðalpía :)
En já ég sem sagt skrapp til Akureyrar í brúðkaup og tímdi engan vegin klukkutímunum sem færu í að keyra á milli svo ég flaug. Heppilegt að hafa flugvöllinn hér hliðina á húsinu mínu og flugið á milli Reykjavíkur - Akureyrar tekur bara hálftíma. Ég rétt náði að drekka einn kaffibolla og þá vorum við lent.
Það sem er nú frásögu færandi og skemmtilegt varðandi þessa frumraun mína í innanlands flugi er það að ég missti næstum af fluginu heim.
Flugið mitt var klukkan 9:45 og mæting er 40 mínútur fyrir flug. Ég hringdi því á leigubíl klukkan 8:40 þar sem ég vissi ekki hvað allt tæki langan tíma.
Ég hafði gleymt að hlaða símann minn yfir nóttina og kláraðist batterýið á símanum um leið og ég lauk símtalinu við leigubílastöðina. Leigubíllinn kom strax og var komin á flugvöllin klukkan 8:50.
Ég þakka leigubílstjóranum fyrir farið, hann keyrir í burtu og ég labba að
flugstöðvarbyggingunni... sem er læst.
Það var ekki búið að opna bygginguna, ég símalaus svo ég sest á bekk fyrir utan. Það var grenjandi rigning úti en logn svo rigningin náði ekki á bekkinn, til mín, sem var undir smá skyggni.
Klukkan 9 opnar byggingin, ég stekk inn fyrir og sest hjá fyrstu innstungu sem ég sé til að hlaða símann. Ég hafði innritað mig á netinu svo ég sest í sal þarna við innganginn þar sem enginn annar settist. Ég hafði verið með höfuðverk í gær og í byrjun dags í dag svo ég sat þarna í friði og ró með símann í hleðslu, hálf dottandi og beið eftir að kallað yrði út í vél.
Klukkan 9:40 skil ég ekkert í því af hverju það sé ekki búið að kalla út í vél en þegar ég fór til Akureyrar þá var einmitt bara kallað út í vél 10 mínútum áður svo ég var alveg róleg.
Ég hef aldrei komið inn í þessa byggingu áður svo ég vissi í raun ekkert hvar ég ætti að vera stödd í byggingunni en labba eftir ábendingu skilta í átt að biðsal.
Ég var svona eins og Palli var einn í heiminum því byggingin virtist vera mannlaus. Ég gekk þarna um og kallaði "halló" í tómri byggingunni.
Loks birtist afgreiðslumaður í kaffiteríu eða álíka (þarna var ég orðin pínu stressuð svo ég veit ekki einu sinni hverslags matsölustaður þetta var eða hvort þetta hafi bara verið einhver sjoppa hahhaha :)
Ég spyr manninn hvert ég eigi að fara til að komast út í vél, að ég hafi aldrei flogið þaðan áður og viti ekkert hvernig þetta virki. Hann bendir mér á að ég verði að tala við afgreiðsluna.
Ég hleyp til baka með dúndrandi hjartslátt. Ég kalla þar halló þar til að þar kemur fram maður.
Ég spyr hann þess sama og segi að ég hafi innritað mig inn á netinu, hvernig ég komist í vélina.
Hann spyr mig hvort ég sé Arnardóttir og að það sé löngu búið að kalla út í vél.
Hann talaði þónokkuð í talstöð og kemur svo og segir að þar sem ég hafi verið búin að innrita mig á netinu þá ætli þau að hleypa mér um borð, hann opnar hurð út og ég hleyp ein út að vélinni og labba inn með skottið á milli lappanna af skömm hahaha.
Júbb ég skammast mín í vélinni :)
Mér finnst þetta dásamelga fyndið þar sem þetta er ekki stór og flókinn alþjóðaflugvöllur. Þetta er í raun mjög lítil og opin flugstöð sem gerir þetta svo skemmtilega klúðurslegt hjá mér.
Dásamlegt alveg, úff :)
Ég mætti sem sagt fyrir opnun byggingar en missti næstum af vélinni!
Það heyrist sem sagt ekki í kallkerfinu í þessum biðsal sem er alveg við inngang byggingarinnar, svona ef einhver annar fellur í þá sömu gryfju og ég, að sitja þar í kósy í friði á meðan beðið er eftir flugi :)
En þetta reddaðist allt, ég settist í flugvélina, náði hjartslættinum niður, drakk einn kaffibolla og var lent í Reykjavík áður en ég vissi af.
Og að brúðkaupinu, þá var það með því skemmtilegra. Presturinn Hildur Eir Bolladóttir sem gaf þau saman, gerði athöfnina mjög létta og skemmtilega. Erna Hrönn söng í kirkjunni sem átti einnig stóran þátt í að gera athöfnina enn fallegri. Og brúðhjónin og börnin þeirra eru náttúrulega öll svo dásamleg að það er ekki annað hægt en að njóta með.
Ég verð að segja frá nokkrum atriðum í veislunni. Veislugestirnir voru auðvitað upp til hópa bara eðal sérvalið lið ;) og maturinn guðdómlegur. En veislan var öll svo ofboðslega skemmtileg. Mikið um skemmtiatriði frá vinum og fjölskyldu og spilað á, af gestum, á flygil, harmonikku, bassa og auðvitað sungið.
Farið var í reipitog út á miðju gólfi! Og skemmtilegur leikur þar sem brúðhjónin áttu að giska á hver setningin væri sem birtist á ská fyrir aftan þau. Til að finna út hver setningin væri þá átti fólk í salnum, sem þessi settning átti við, að standa upp. Brúðhjónin reyndu því að finna út hvað einkenndi uppistandandi hópinn, eða hvað þau áttu öll sameiginlegt.
Sniðugur leikur sem ég hef ekki heyrt um áður.
Sem sagt mjög tilfinningaþrungin helgi að baki í báðar áttir. Mikil gleði og hamingja og svo dúndrandi hjartsláttur og spenna hahaha
Yndislegt ♡♡