top of page

Gleðilegt sumar ☼


Gleðilegt sumar :* Ég er á lífi og er alveg að komast í sumarfrí. Búin að kaupa mér grill og allt að gerast! :D

Þessi önn var bærilegri en sú fyrsta í þessu mastersnámi mínu, en er þó búin að vera það strembin að ég hef bara einfaldlega ekki gefið mér tíma í skrifa neitt umfram náms-skilaverkefni. Ætla ég því að hlaupa hér hratt yfir fjögurra mánaðar tímabil.

Ég á eftir að skila einu verkefni á þessari önn og síðan tekur sumarið við með öllum sínum tækifærum og sólardögum. Mér hafa boðist ýmis spennandi tækifæri undanfarna mánuði og er ég að skoða hvað mér líst á og hvað ég hef tíma í, segi frá því síðar :)

Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja eftir svona langa fjarveru en ég get allavega sagt frá snilldar ákvörðun minni. Hún er sú að ég ætla ekki að eyða of miklum tíma í þrif og tiltekt í sumar, svo fyrsta skrefið í því plani var að kaupa mér grill til að minnka eldamennskufrágang.

Ég keypti mér eins stórt grill og ég mögulega gat komið fyrir á svölunum hjá mér ;)

Ég kýs náttúrulega einfaldleikann og þægindin fram yfir allt svo ég pantaði mér grillið á Heimkaup.is. Ég fékk sent heim samansett grill alveg upp að dyrum, já meira að segja inn fyrir dyr. Og við erum að tala um að ég bý á 3. hæð í lyftulausu húsi!

Algjör snilld og frí heimsending.

Það eina sem ég þurfti að gera var að panta það á netinu, opna dyrnar þegar komið var með grillið og þakka fyrir þjónustuna. Ég var kannski heldur fljótfær á mér því hér var ég komin með risa Char-Broil grill og fattaði þá þegar rigningin draup á nýja grillinu mínu að ég gleymdi að kaupa yfirbreiðslu á það, öll grilláhöld og bursta til að þrífa það. Svo ég fór aftur í tölvuna og Heimkaup-gaurinn var mættur með pakkann upp að dyrum samdægurs. Ekki annað hægt en að elska netverslanir :D

Annars ætlum við bara að nýta sumarið vel og njóta eins og við getum. Ég er búin að kaupa reiðhjól á línuna og keypti einnig hjólavagn sem hægt er að tengja á mitt hjól sem Myrra og Bæron geta setið í. Hefði þurft svona hjól eins og eru algeng í Danmörku, sem eru bara með stórum kassa framan á og hægt er hrúga börnum í og einnig hægt að hafa innkaupapokana í og annað ;)

Molarnir mínir eftir handboltalandsleik í mars, þar sem Perla spilaði vinstra horn.

Það getur verið misauðvelt að fá heila herdeild til að vera tilbúin á sama tíma fyrir myndatöku :)

En það er endalaust margt búið að gerast á þessum fjórum mánuðum. Þar á meðal átti helmingurinn af herdeildinni minni afmæli í byrjun árs, Perla spilaði tvo A-landsleiki, einn hér heima og ein í Slóveníu.

Hún var einnig valin besti línumaður Olísdeildarinnar!! Og eru hún og Örn kærasti hennar að útskrifast núna í vor með BS gráðu í íþróttafræði :)

Bilaðslega flott perla hún Perla ♡

Fanney mín heldur áfram að stækka ;) ♡ og er von á drengnum núna í byrjun júní ♡

Við það að Fanney er að koma með barn í heiminn þá fattaði ég að ég steingleymdi að halda upp á bleyjulaust líf! Það hlýtur nú að teljast til stórviðburðar að vera ekki með bleyjubarn eftir bleyjuskipti síðustu 21 ár... þar sem þessi, litlu börnin mín, eru öll orðin svo stór ♡

Myrra og Bæron

Jasmín og Eldon

Já svo er ég búin að komast að því að börn í bænum eru ekki öll vön því að fá kaffitíma þegar þau koma heim úr skólanum, einnig að það tíðkast ekki allstaðar að alltaf sé til kex eða bakkelsi á heimilum, eins og mín börn hafa alist upp við, já og hvað þá að það sé kvöldkaffi :)

Við kvöddum elsku ömmu mína núna í mars. Hún hefði orðið 90 ára núna í desember og var alveg hress, skýr í höfðinu, keyrði enn bíl og málaði málverk eins og ekkert væri. Það er mikil missir þegar svona mikilvæg persóna kveður, sem hefur alltaf verið stólpi í lífi manns og haft mikil áhrif á mig. Hún var með þeim heiðarlegastu og hjarta hreinustu manneskja sem til hafa verið og hafði allan heimsins tíma fyrir okkur öll ♡

Og víst ég minnist á langömmu, þá fékk ég Hjördísi frænku barna minna, sem er hætt að vinna, til að koma og passar krakkana á mánudögum eftir skóla svo ég komist aftur út í skóla og nái að læra án þess að vera á hlaupum. Hún er svo dásamleg að elsku Bæron Skuggi kallar hana alltaf langömmu :) hahaha

Ég fór loksins með Bæron í háls- og nefkirtla töku svo við eyddum páskafríinu í að jafna okkur eftir aðgerð og að láta allt gróa. Systkini hans græddu þarna á litla bróður þar sem þau lifðu öll á frostpinnum þennan tíma, litla bróður til samlætis ♡

Siggi bróðir er búinn að koma svo oft til landsins síðustu mánuði að það er næstum eins og að hann búi hérna rétt hjá, alveg yndislegt.

Og nú er ég búin með svona helstu upptalningu síðustu mánaða og ættu næstu færslur því að haldast innan eðlilegs orðafjölda.

Takk innilega allir sem hafa sent mér skilaboð til að tékka á hvort ég sé á lífi og hvort ég væri ekki enn með síðuna :* ♡

Um leið og náminu hjá mér líkur núna, þá verða pantaðir tímar í allt og full dagskrá sett af stað þar sem allir eru farnir að þarfnast klippingu, einn til augnlæknis, einn til tannréttingalæknis, bíllinn í smurningu og skoðun, farið með hitt og þetta í viðgerð, allir heimsóttir, fatastandur keyptur og skógrind fyrir margfætluna sem býr hér og fyllir forstofuna af sandi og skóbúnaði ☆☆

Nokkrar dásamlegar myndir hér frá afmælunum sem voru núna í byrjun árs. Og þar sem enginn tími var til veislubaksturs þá nýtti ég mér þægindin og keypti tilbúnar kræsingar :)

Myrra Venus 4 ára, 11. janúar

Lúxus kaffitími eftir afmælishöld líka í leikskólanum

Sóley Mist 16 ára, 27. janúar

Afmælisbarnið látin sjálf kveikja brennuna, 16 kerti :)

Eldon Dýri 6 ára, 30. janúar

Fyrsta bekkjarafmæli Eldons

Máney Birta 18 ára, 3. febrúar

Veisla Máneyjar og Bærons var haldin saman

Bæron Skuggi 3. ára, 4. febrúar

Hann fékk langþráðan gítar í afmælisgjöf, söng og sló taktinn með fætinum eins og hann fengi borgað fyrir giggið :D

Smelltum okkur á handboltaleiki Selfoss, fórum í nokkrar veislur og suma daga gerðum við bæði eins og hér. Erum annars ekkert alltaf uppstríluð í sparifötum á handboltaleikjum.... þó maður ætti nú kannski að gera það þegar Selfoss er að keppa ;)

Bestu óskir um gleðilegt sumar ☼

Sigrún Elísabeth


bottom of page