Síðustu vikur
Undirbúningur fyrir haustið er hafinn! Því er ég er komin í vinnu og er á næturvöktum í sumar. Þá á ég daginn heima með gormunum mínum og auðvitað til að ég fái sem mest greitt fyrir hvern klukkutíma.
Núna síðustu vikur höfum við því mest verið hér fyrir norðan með einstaka skreppiferðum í bæinn og á Selfoss og nýtum góðviðrisdaga í botn. Ýmislegt skemmtilegt er þó búið að vera í gangi hjá okkur, eins og að Skjöldur átti afmæli 14. júlí, Jasmín 26. júní, ég 19. júlí og Frosti á afmæli í dag 22. júlí.
Eldon missti fyrstu tönnina, aðra þar rétt á eftir og fékk fyrstu gleraugun sín. Kom mér mikið á óvart að hann þyrfti gleraugu, það var ekkert sem benti til þess, hann var nýbúin í sjónprófi í 5 ára skoðuninni, hann les mikið og er alltaf að dunda sér við að lita og teikna. En gormurinn er með + 3,5 og + 3,7 svo hann er komin með gleraugu sem hann er mjög ánægður með :)
Ég er einnig búin að vera að reyna að skrifa niður fæðingarsögurnar í sem styðstu máli, því ég hef fengið margar spurningar um þær. En þar sem þær eru allar mjög ólíkar þá er alveg pínu erfitt að hafa textann stuttan til að ekki þurfi að poppa til að komast yfir margra síðna lestur.
Skjöldur Jökull 12 ára ♡ og jú hann fór í klippingu stuttu síðar hahaha ;)
Fundum snilldar hárgreiðslustofu á Selfossi með eðlilegri verðlagningu á barnaklippingu, svo öllum hausum var skellt í klippingu. Stofan heitir Hárgreiðslustofa Önnu og þjónusta og verðlagning er mjög fín.
kominn tími á klippingu? hahaha
hvaða hvaða ;)
Jamín átti afmæli 26. júní, var vakin um morgunin og tilkynnt að við ætluðum í óvissuferð. Dagurinn endaði á Selfossi þar sem hún, Skjöldur og Frosti urðu eftir hjá Perlu og Erni. Þar fengu þau að fara í handboltaskólann, frjálsíþróttanámskeið og endalaust allt sem er skemmtilegt að gera af sér á Selfossi.
Þau mæta á fótboltaæfingar á Hvammstanga og því snilld að fá tilbreytingu og prófa aðrar íþróttir á Selfossi.
Jasmín Jökulrós 7 ára spékoppalínan mín ♡
tveir hausar búnir í klippingu hér ;)
Já afmæliskakan var með aðeins frábrugðnu sniði þetta árið en vakti æðislega lukku allra.
Eftir nokkra daga á Selfossi fór Frosti til Vestmannaeyja á Orkumótið í fótbolta og var meðal annars valinn í landsliðið á mótinu :D snillingurinn
Dásamlegir gormar ♡ Eldon nýkomin með flottu gleraugun sín, mjög sáttur.
Hversu mikil krútt!! ♡♡
Dagana sem sólin skín hér hjá okkur þá fer allt fram úti í garði. Morgunverður, hádegismatur, kaffitími, kvöldmatur, leikið og sofið. Sem þýðir að húsið helst hreint og engin mylsna á gólfi eftir matartíma ;)
Hér búa börnin mín þegar veðrið er gott, úti í garði :D
garðstólarnir sem virðast vera eitthvað snúnir þarna, eru sem sagt fótboltamark, ekki óregla :)
Já við erum einnig búin að vera mjög dugleg við það í sumar að fá lánuð fleiri börn hingað til okkar
Við skruppum á Selfoss á afmælisdaginn minn, fyrirvarinn var enginn ég þurfti bara aðeins að erindast, en elstu dömunum mínum tókst að smella saman óvæntri veislu í tilefni dagsins svo við stoppuðum aðeins lengur og lékum okkur.
Ég á svo dásamleg börn! get alveg sprungið úr stolti, þakklæti og hamingju daglega ♡
♡♡♡
En í þessum skrifuðu orðum erum við off í road trip, ég ætla að fara hringinn í kringum landið með krakkana ☆