top of page

Páskar 2017


Páskarnir voru dásemd út í gegn og einkenndust af dásamlegu fólki og kræsingum ❤

Við fengum dásamlega gesti í heimsókn, fórum í fermingu og öll börnin mín og fleiri til voru hjá okkur á páskadag.

Auðvitað faldi ég páskaegg allra, sama á hvaða aldri eigandinn var, svo páskadagur byrjaði á hlátri og fíflagangi :)

Fyrir páska var blásið úr eggjum og ungir listmálarar skreyttu páskaegg

Það náðust myndir af þrem dömum á leið í fermingu, síðan hljóp tíminn og gleymdist að taka myndir af öðrum :D

Jasmín Jökulrós og Myrra Venus

og Fanney Sandra

Eftir páskaeggjaleit á páskadag fórum við fjölskyldan í Reykjaskóla í salinn og sund. Ég ætlaði að hafa hádegismatinn um eitt leytið og smellti því kjötinu á suðu og snúðadeigi í hefingu áður en við fórum fram í skóla.

Tíminn líður alltaf aðeins of hratt þegar það er gaman, þannig að á meðan eldra liðið var enn í körfubolta, þá sendi ég Perlu í sund með yngstudeildina, ég skaust heim og tók kjötið af hellunni, skellti kartöflum á suðu, rúllaði upp snúðum til hefingar og fór aftur fram í skóla þar sem allir voru komnir í sund.

Þegar við komum heim voru því kartöflurnar soðnar, kjötið reddy í ofninn og snúðarnir tilbúnir til baksturs þar strax á eftir. Allt akkúrat eins og það átti að vera ;)

Þar sem við vorum þónokkuð lengur fram í skóla en við ætluðum þá riðlaðist allur matatími til og við enduðum á að borða mat upp úr klukkan þrjú og kökur um kvöldmatarleytið. Dagurinn var alveg jafn dásamlegur fyrir það og maturinn æði ;)

Systkinin eitthvað að hanga :D

Við vorum 14 saman á páskadag og því lítið mál að skipta í tvö lið í körfubolta hahaha, Deginum áður voru Sunna, Chis og börnin þeirra hjá okkur, hefði verið skemmtilegt að ná þeim með í körfubolta og hafa einn atvinnumann með í leiknum ;)

Páskabaðið tekið með stæl :D

mjög kósý, fengum sól og dásamlegt veður

Heyrðu, dásamlegi tengdasonur minn gerði smá glassúr á snúðana, mér leyst ekkert á hvað hann var að gera en smakkaði nú samt og gjörsamlega missti mig!

Ég hef alltaf gert svipað snúðaglassúr á snúða en glassúrin sem hann gerði var hið fullkomna snúðaglassúr, svo hann var ráðinn á staðnum og fenginn til að gera meira á alla snúðana. Ég hef alltaf notað flórsykur, kakó og vatn eða kaffi til að hræra saman,

en þetta snilldar snúðaglassúr er

flórsykur, Nesquik og mjólk!

Þetta er svona alveg akkúrat ekta snúðaglassúr, og eins og ég sagði þá alveg missti ég mig :D hahaha

Þar sem dagurinn var orðin mjög skrautlegur hvað varðaði klukku og máltíðir þá fengum við okkur sushi í kvöldkaffi og enduðum daginn á að spila, yndislegt ❤ ❤ ❤


bottom of page