top of page

Gleðileg jól elsku fjölskylda og vinir


Desembert mánuður er búinn að fljúga allt of hratt áfram og allt í einu eru komin jól! Ég sem á enn eftir að velja myndir úr myndatökunni sem áttu að fara í jólakortin! Hvert fór tíminn...

Nei nei ég vonandi útskrifast úr háskólanum núna í vor og get þá byrjað að jóla yfir mig fyrir næstu jól bara strax í júní þessvegna ;) haha

Það var alls ekki hlaupið að því að ná börnunum mínum öllum saman á ákveðnum tíma hjá ljósmyndara. Eldri dömurnar eru oftast ansi uppteknar og erfitt að ákveða hitting með löngum fyrirvara. Eeen okkur tókst nú samt á endanum að láta allt ganga upp og tían mín fór í langþráða systkinamyndatöku :)

Ég byrjaði að athuga með tíma hjá ljósmyndara í september og við byrjuðum að finna tíma þar sem við værumöll laus á sama tíma. Það gekk bara ekki betur en þetta :)

stundum er það bara þannig, en því klikkaði ég með jólakortin í ár.

Mér finnst það reyndar mjög leitt, því mér þykir ofboðslega vænt um að fá jólakort frá fjölskyldu og vinum og finnst æðislegt að senda til baka jólakort með myndum af börnunum mínum ❤

En hér er smá brot úr myndatökunni

Tían mín í öllu sínu veldi ☆

Það er alveg mál að ná góðum myndum af þeim öllum saman :)

Yngri deildin ☆

Töffararnir ;)

Eldon á oft svo geggjaða myndatakta ;)

Bæron Skuggi

Eldon Dýri

Frosti Sólon

Skjöldur Jökull

Bræðurnir

Við Frosti vorum að ræða um jólin, eitthvað um það hvort jólin kæmu ef ekki væri allt hreint og tekið til. Ég fór í að útskýra að jólin kæmu, alveg sama hvernig allt væri umhorfs, að jólin væru í raun þakklæti, ást og umhyggja, að jólin væru í raun tilfinning, gleði og hamingja.

Þá segir þessi hreinskilni og einlagi drengur, "eru þá jólin í dag!?" Hann var alveg með pínu skemmtilegt bros þegar hann sagði þetta ;) en ég fór að hugsa, og í raun, já þá eru jólin alla daga út frá þessari skilgreiningu minni á jólunum. Ég er yfir mig stolt, þakklát og hamingjusöm að eiga tíu heilbrigð, skynsöm og vel gefin börn, ég gæti ekki beðið um betra.

Tilfinningin sem ég upplifi við að fylgjast með þeim þroskast, ná litlu skrefunum og ná markmiðum sínum, ef það væri hægt að springa úr stolti þá væri ég löngu sprungin :) Ég skríki upphátt af kátínu með þeim og gleði fyrir þeirra hönd. Guð hvað ég elska þessi börn mín :D

Svo jú það eru jól alla daga, bara aðeins meiri plönuð umgjörð um jólin dagana 24. - 26. desember.

Ég er ekki að segja að allir dagar séu dans á rósum, sem móðir fær maður allan skalann frá börnunum sínum, alveg sama í hvernig skapi þau eru, hvernig sem þeim gengur, hvað sem gengur á hjá þeim og hvers þau þarfnast.

Mömmur eru börnum sínum ráðgjafar, bestar, verstar, ritarar, bumper, stuðningur, vinur, allt þarna á milli og alltaf til staðar.

Mömmuhlutverk er fullt starf sem krefst alls af manni, en einnig best launaðasta starfið þegar allt gengur upp

Systurnar

Sóley Mist, Myrra Venus, Perla Ruth, Máney Birta, Jasmín Jökulrós og

Fanney Sandra

Eldri deildin, Sigrún´s angels ;)

Vorum svolítið hissa á "badass" uppstillingunni, en hún kemur pínu skemmtilega út ;)

Skvísurnar

Já okkur tókst meira að segja að fá tengdasoninn með í myndatöku :)

Perla og Örn ☆

Gleðileg jól kæra fjölskylda og vinir :*


bottom of page