top of page

Aðventan og prófkvíði


Þá er síðasta prófi annarinnar lokið og ég er komin í jólafrí! :D Síðustu tvær vikur hafa verið ansi massívar og því bara poppkorn í hvert mál hér á bæ... nei djók ;) ;)

En til að gera ekki út af við alla þá skrapp ég suður með krakkana fyrsta í aðventu, áttum yndislegan dag, komum heim í brjálaðan lærdóm, og þar sem allir lifðu þessar tvær vikur af þá ætla ég að verðlauna börnin með því að fara aftur með þau suður að leika okkur.

Þrif og bakstur bíða þar til við komum aftur heim, endurnærð í jólagír :)

Enda eru líklegast öll egg búin á markaðinum, ég er búin að borða allt súkkulaði sem keypt var til jólasmáköku baksturs hér, desember langt kominn, svo kannski kaupi ég bara Siríus og Nóa konfekt og sleppi baksti, hóhóhó ;)

Ooog þar sem ég á við Síríus vandamál að stríða þá ákvað ég að vera ekkert að halda aftur af mér í prófatíð... ok önnina ;) naut þess bara að fá mér Síríus súkkulaði daglega, kemst mögulega ekki í kjólinn um jólin. En það er samt sniðugara heldur en að vera geðstirð og súkkulaðifrí, komast í kjólinn en missa mig í Nóakonfektinu um jólin og enda á að rífa kjólinn :D

En fyrsta sunnudag í aðventu skruppum við sem sagt til Selfoss, vorum komin þangað um klukkan tíu um morguninn og fórum heim aftur um kvöldið.

Ég var ekki byrjuð á smákökubakstri svo við kipptum Jóa Fel með okkur og stukkum inn í Guðna bakarí á Selfossi og náðum í nýbakað brauð og snúða. Þeir félagar stóðu sig bara ágætlega í að redda jólabakstrinum þann sunnudaginn ;)

Við skelltum okkur í sund og horfðum saman á jólamynd, æðisleg að tileinka hverjum sunnudegi í aðventu eina jólamynd með fjölskyldunni

Hversu kósý og jólaleg getur aðventan verið

Veðrið hjá okkur undanfarnar vikur er búið að vera stórfurðulegt, annan daginn alhvít jörð og autt og rigning daginn eftir, búið að vera svona, útigalli og pollagalli til skiptis, en það hefur ekkert hrjáð neinn og litlu útigormarnir mínir mjög ánægð

Núna þriðju helgina í aðventu ætlum við að vera aftur saman á suðurlandi, taka á móti jólasveinunum koma úr fjallinu, krakkarnir mjög spennt fyrir því :) Jólaleikús til að koma jólastemningunni endanlega inn ef jólasveinarnir hafa ekki gert trikkið.

Klippingu, myndatöku já og tannlæknis, öllu reynt að koma að núna eftir prófin, og svo eitthvað af jólagjafakaupum, hafði ekki tíma til að hugsa um þær þegar afslættir voru í búðunum dag eftir dag. Þetta var ekki alveg nógu góð tímasetning hjá verslunum ;) Nei nei stundum hef ég hringt út um allt og þræði svo verslanir að sækja greiddar vörur næst þegar ég fer í bæinn :) Við munum koma ýmsu í verk þessa helgi og svo bara njóta njóta, borða og spila

Ég er brjálaðislega stressuð í prófi, alveg sama hvort ég sé mjög vel undirbúin eða illa og mæti í próf með það hugarfar að ég fari þá bara í upptökupróf, reyni allavega mitt besta og sé hverjar áherslur prófsins eru. Ég byrja því alltaf í prófi á að setjast, loka augunum og slaka áður en ég opna prófið.

Þegar ég fór í fyrsta stærðfræðiprófið mitt hjá Keili þá var ég svo stressuð að ég gat ekki stimplað inn í vasareikninn, ég titraði svo að ég marg sló inn sömu töluna! kennarinn tók eftir mér, létt tappaði á hendina á mér og sagði mér að allt væri í góðu, bara taka því rólega ;)

Núna fór ég svo þreytt í lokapróf, mætti með flösku af Aminó til að halda augunum opnum, eftir prófið tek ég eftir því að flaskan stendur enn óhreifð á borðinu hjá mér, vissi ekki einu sinni af henni á meðan á prófinu stóð.... ég er snillingur :)

Ég hef allavega ekki enn farið í upptökupróf en hef fengið 10 á lokaprófi ;) ;)

En krakkar mínir..... þessum óhugnalega náms verkefna- og prófalista er lokið :D og ég er komin í jólafrí! svo ég ætla að prófa hvernig það er að fara í svefn fyrir klukkan 3 á nóttinni :)

Eigið dásamlega helgi :*


bottom of page