top of page

Glasgow verslunarferð + nokkur tips fyrir nýja "Glasgowfara"


Ég fór með þrem af elstu dætrum mínum til Glasgow í verslunarferð og stóðum við okkur bara nokkuð vel í þeim erindagjörðum :D Það sést alveg að ég á þessar dætur og að þær hafa fengið kennslu í verslunarfræði hjá móður sinni hahaha.

Þegar þær voru litlar, komu þær hlaupandi til mín í búðum og spurðu hvort þær mættu fá hitt og þetta eins og td föt, og ég spurði hvað kostar það. Svo þær tékkuðu á verðinu og spáðu í hvort fötin séu upphæðarinnar virði, hvort notagildið sé eftir því og meta hvort þær kaupi það eða ekki. Virkar fínt á Íslandi þar sem flest allt er verðlagt langt yfir gildi. En í Glasgow er eiginlega allt verðlagt svo fallega að það er hægt að réttlæta eiginlega flest kaup ;)

Ég var reyndar í smá ströggli við sjálfa mig, þar sem allt kostaði ekki neitt og mig langaði að kaupa flest allt. Ég þurfti virkilega að hemja mig og rökræða við sjálfa mig. Eins og td. dásamlegu bleiku bomber jakkarnir sem mig langaði svo í á Myrru og Jasmín, þeir kostuðu 1500 krónur stykkið! Mig dauðlangaði að kaupa þá og sérstaklega af því þeir kostuðu hvort eða er ekki neitt, en ég veit alveg að þær eiga báðar jakka, þær þurftu þá ekki, svo ég náði að siða sjálfa mig til og keypti þá ekki. Því það sem kostar ekkert verður svolítið mikið þegar saman safnast :/

Ég versla svo bara í Karen Millen og Michael Kors í næstu ferð í staðin ;)

Ég flýg alltaf með Icelandair til Glasgow! Og gerðum við það líka núna og máttum því hafa 23 kg farangurstösku + 10 kg í handfarangri. Ég er með Amex kort og fæ því aðeins hærri farangursheimild með Icelandair ;)

Í utanlandsferðum þá er veskið mitt bakpoki, sem ég tek með mér í búðir og til að redda ef vantar upp á pláss fyrir eitthvað á leiðinni heim.

Ég sofnaði báðar leiðir við flugtak og vaknaði við lendingu og rödd flugfreyja í hljóðkerfinu. Það er bara tveggja tíma flug til Glasgow sem gerir það enn þægilegra að skreppa yfir og versla smá ;)

Við mæðgur áttum mjög góða, skemmtilega og hláturmikla ferð saman :)

Við versluðum eingöngu í þessari ferð, en það er endalaust af söfnum í Glasgow og engin aðgangseyri, flottar byggingar, mikil menning og margt hægt að skoða og sjá út um alla borg.

Næturlífið er mjög líflegt um helgar, diskótek og pöbbar. Mjög mikið er af pöbbum og veitingastöðum út um alla borg. Lestarstöðin er rétt þarna hjá og því lítið mál að skella sér til Edinborgar eða annað til að skoða og fleira :)

Mér leið alveg pínu eins og jólasvein með pokana á bakinu ;)

Skvísurnar að máta og skellibjallast ❤

Þetta allt kostaði samtals 27 þúsund. Þetta eru 15 buxur, 9x7 pör af sokkum, 8 peysur, 11 bolir, tvenn náttföt, barna sokkar, 7 samfellur, heyrnatól, fingravettlingar, nammi, hárteygjur, fjögur skó pör, þrennar sokkabuxur og hleðslukubbur!

Svona labbaði ég um í H&M, með drekkhlaðna körfu. Aðrir viðskiptavinir hafa líklegast haldið að ég væri starfsmaður að ganga frá vörum eða eitthvað álíka því það komu nokkrir upp að mér og spurðu hvort flíkur væru til í öðrum stærðum og hvar þau gætu fundið hinar og þessar flíkur :D

Ein konan var mikið að spá í hvaða lit af buxum hún ætti að kaupa á dóttur sína, náði hún í dóttir sína til að sýna mér hvernig hún liti út svo ég gæti aðstoðað hana við ákvörðunina ;) Ég sem var búin að stúdera barnadeildina í strimla, gat alveg aðstoðað þær mæðgur og gerði það vel ;) Svo komu dætur mínar og spurðu hvort ég þekkti konuna, af hverju ég væri bara á spjalli við hana :) hahaha.

Ég hefði alveg verið til í afslátt af fötunum sem ég keypti, svona í laun fyrir vel unnin störf í versluninni! ;)

Á einhverjum tímapunkti þegar ég var að sligast undan fötunum þá setti ég körfuna og hrúguna á gólfið á frekar óáberandi stað og ein dóttir mín settist hjá hrúgunni. Ég var komin nokkur skref í burtu þegar ég heyri enskumælandi konu spurja dóttur mína hvort hún ætti til buxur í annari stærð ;) Dóttir mín hefur greinilega litið út eins og mjög latur starfsmaður, sitjandi á gólfinu með fatahrúgu hliðina á sér hahaha.

Það er sem sagt mjög lítið um sýnilegt starfsfólk í H&M ;) En í Primark td. þar er starfsfólk út um allt, að brjóta saman og ganga frá út um alla búð.

Við gistum á hótelinu Premier Inn, Glasgow City Centre, Buchanan Galleries.

H&M, Buchanan Galleries mollið og starbucks eru nánast alveg upp við dyrnar á hótelinu ;) Það er frítt net á hótelinu, flottur veitingastaður, mjög góð þjónusta og allt upp í þrír geta gist saman í herbergi. Það er einnig frítt net á göngugötunni og í flestum búðum og á veitingastöðum!

Verslunargöturnar tengjast saman og mynda Z, og hótelið er í efra horni Z-unnar. Í aðra áttina frá hótelinu er Primark rétt hjá, New look, Tiger, Argos og fleiri búðir, Mc Donalds( sem er opið til kl 3 á nóttunni og selur ís! :) og Burger King.

Í hina áttina er svo H&M, moll, annað H&M, Topshop, Mac, Urban, New Look, Michael Kors, Karen Millen, Gap, Zara, fullt af herrafatabúðum, íþróttabúðum, snyrtivöru, skóbúðum og endalaust af fleiri búðum.

Neðst á Z- unni í horninu, þar er moll með fullt af flottum búðum, í götunni til vinstri er svo Next, Topshop, Primark og fleiri verslanir.

Ef þessi gata er löbbuð til hægri, ekki til vinstri í átt að búðunum, þá er þar á gatnamótum rétt hjá KFC, Subway, Pizza hut, Mc Donalds og þar fyrir neðan er Jurys Inn á Jamaica Street, sem er einnig mjög fínt hótel og góð stasetning. Verslunin Matalan er þar beint á móti og eru þar þrælfín barnaföt og já á alla fjölskylduna.

Það er stór kostur að gista á þessum hótelum því þau eru með mjög fínt verð, eru alveg við verslunargöturnar og því stutt að skreppa upp á hótel, henda af sér innkaupapokum og halda áfram að versla ;)

Herbergið mitt á Premier Inn

Það eru öðruvísi innstungur í Englandi og þarf því svona gaura sem millistykki ef ferðast er með rafvörur með sér. Sléttujárn, rakvél, síma ;)

Eins og sést þá man ég semsagt ekki alltaf eftir að kippa gaurnum með mér þegar ég fer út og hef því þurfta að kaupa nýjan í þeim ferðum... hótelin eiga stundum til svona gaura í afgreiðslunni og geta lánað manni.

En að shopping gleðinni, vá hvað það er svakalega mikill munur á verðlagningu á Íslandi og úti! Og svo er Primark alveg með enn lægri verðlagningu.

Ég byrja alltaf á að versla allt sem ég get verslað í Primark og það sem ekki fæst þar, af því sem mig vantar þá versla ég það í öðrum búðum. En þá er verðskyn mitt oft orðið aðeins bjagað þvi þá miða ég næstu búðir við verðið í Primark í staðin fyrir að miða við verð á Íslandi.

Ég tapaði mér ekkert alveg í að versla á mig í þessari ferð því tískan er sú sama og var þegar ég var 14 - 15 ára. Bomberjakkar, mellubönd, rifflóttu röndóttubolirnir, samfellur, bolir með böndum hjá brjóstum. Nákvæmlega sama samsetning á tískunni og var í kringum fermingu hjá mér ;) Svolítið skrítið að smella sér í fermingargallann 37 ára! hahaha

Primark opnar klukkan 8 á morgnana og er opið til klukkan 20 á kvöldin. H&M er opið frá klukkan 9 - 19 en frá 7 - 19 á föstudögum!

Lang best er að fara í búðirnar á morgnana, þá er allt á réttum stöðum, snyrtilegt, mikið úrval og fátt um manninn.

Ef eitthvað er ekki til þá er það komið í búðirnar morguninn eftir, eða til í næstu búð, af þeim búðum sem eru fleiri en ein af, eins og topshop, H&M, Primark, New Look og fleiri.

Mjög auðvelt er að skipta og skila í búðunum, ef eitthvað passar ekki eða maður er "óvart búin að kaupa fleiri en einn eins hlut þar sem maður var löngu hættur að vita hvað maður væri búin að kaupa og hvað ekki" ;)

Langerma- og stutterma bolir á 1 og 1/2 árs til 8 ára = 196 krónur! og það er eins í stelpudeildinni.

Langerma- og stutterma bolir á 7 - 13 ára á 210 krónur.

Buxurnar sem ég keypti á Bæron og Eldon, Jasmín og Myrru voru á 490 krónur.

Buxurnar á Skjöld og Frosta voru á 630 krónur..

Bleiki bomber jakkinn ;) 1500 krónur

Loðfóðraðar barnaúlpur á 2000 krónur

Dömukápur voru undir 2000 krónur og bilað flottir leðurjakkar innan við 4000 kallinn

Dömu úlpur voru á 2000 krónur, þessi loðfóðraða var á 4500kr, dýrasta flíkin sem ég sá...

Dömu bomberjakkar voru á 1500 krónur og fóðraðir á 2000 krónur.

Flott nærfatasett á 560 krónur.

Pakki með 7 svörtum hælasokkum 196 krónur.

Ég var með Fagurkera snappið með mér einn dag í Glasgow, og var beðin um að setja inn gagnlegar upplýsingar og punkta sem gætu nýst Glasgow förum ;) Ég reyndi að punkta flestar spurningarnar niður og er að svara þeim eftir bestu getu :D

Dömu buxur á 1120 krónur! Ég keypti mér sem sagt aðeins fleiri en bara einar buxur :D

Punktar fyrir Glasgow verslunarferð:

* Vera í góðum gönguskóm, ég er búin að prófa pæju skó og það virkar ekki! ;)

* Hafa töskuvog með til að vigta töskurnar, færa á milli svo kílóin raðist rétt og komast hjá yfirvigt.

* Það taka ekki allir leigubílar kort svo það er mjög gott að vera með 30 pund á sér til að borga ferðina upp á hótel, það er hraðbanki á flugvellinum. Leigubíll til Premier inn hótelsins kostar um 23 pund. Og muna að vera með pening á sér fyrir ferðinni heim aftur.

Ef það gleymist þá er bensínstöð rétt hjá flugvellinum og hægt að taka smá auka hring til að redda pening, búin að prófa það ;) En það er misjafnt, annar leigubíllinn var með posa í þessari ferð. Leigubíla röðin er á vinstri hönd þegar labbað er út úr flugstöðvarbyggingunni við komu til Glasgow.

* Drykkur eða næring (nammi) með í búðarferðir, til að halda orku og einbeitingu í oft loftlausum búðum.

* Taka flugfreyjutösku með í búðir, hægt að troða vel í þær svo það séu færri pokar til að bera.

* Ég klippi miða af fötum og tek úr umbúðum áður en ég rúlla þeim upp og fylli ferðatöskurnar.

* Það er Mac verslun í fríhöfninni í Glasgow, aðeins minna úrval en í búðinni á göngugötunni en mun ódýrara.

* Til að koma sem mestu í ferðatöskur þá er best að rúlla öllu þétt upp, og fylla í alla skó, nýta allt pláss ;)

*Það er ekki skattur af barnafötum en hægt er að fá vaskinn af öðrum fötum til baka, endurgreiddan inn á visakort eða bankareikning. Til þess þarf að biðja um "Tax free" við afgreiðslu kassann þegar borgað er og sýna vegabréfsnúmerið, svo muna eftir að taka vegabréfið með í búðir. Þetta getur orðið góður peningur sem maður fær í tax endurgreiðslu.

Ef ykkur er sagt á kassa að þið eigið bara að koma með alla strimla á þjónustuborð þegar þið eruð hætt að versla og fáið þá heildar tax free þá er það ekki rétt, þá lendið þið í biluðu stappi og veseni! Þið leiðréttið það bara og segið nei við eigum að fá taxfree hér ;) og ekkert mál.

Maður fær tax free umslag og strimil á afgreiðslukassanum sem þarf að fylla út með nafn, heimilisfang, komu- og brottfaradaga, kortanúmer, vegabréfsnúmeri og undirskrift. Það er hægt að gera í rólegheitum upp á hótelherbergi áður en farið er heim. Setur svo alla strimlana í eitt umslag, límir aftur og tekur með upp á flugvöll.

Það er ekki auðfundið að finna hvar á að skila af sér umslögunum, en þegar gengið er inn í flugstöðina þá er þetta horn á hægri hönd.

Þið sjáið þetta merki í loftinu og beygið þá strax til vinstri,

Þar er mjór gangur og bréfalúga á hurð.

Þetta er hurðin og umslagið skilað af sér í bréfalúguna á hurðinni. Það er enginn að vinna þarna og því enga aðstoð hægt að fá, mjög hentugt!

En það er hægt að skila þessu umslagi af sér eftir að maður bókar sig inn og skilar ferðatöskunni af sér.

Farið svo sömuleið til baka og þá blasir við ykkur rúllustigi sem farið er upp til að komast í gegnum leitina og út í flugvél :) Vona að þetta auðveldi einhverjum sporin :)

Rétt eftir þessar loftmyndir sofnaði ég, lítið mál að leggja sig smá stund og vera komin á milli Glasgow og Íslands. Svipað fljótlegt og að skreppa í bæinn nema ég get sofið á leiðinni til og frá Glasgow ;)

Heavenly með Icelandair ☆


bottom of page