top of page

Fljótlegt og einfalt :) núðluréttur, kjúklingasalat og ostakaka


Ég hef greinilega verið súper dugleg árið 2012, ég veit alveg af því að ég skrifaði upp baksturs uppskriftir á word skjal til að þurfa ekki að marg handskrifa uppskriftir handa börnunum mínum síðar, en ég mundi ekki að ég hefði verið alveg svona dugleg :)

Ég var sem sagt að finna word skjal í tölvunni með nokkrum uppskriftum af mat og myndir með! Finn samt ekki upprunalegu myndirnar í tölvunni svo ég hef greinilega verið mjög dugleg víst ég hef hent myndunum þegar ætlunarverkinu var lokið ;) þetta eru því myndirnar sem ég tók af word skjalinu.

Hér eru uppskriftir af tveim réttum sem ég hef oft gert og okkur finnst mjög góðir. Og ein uppskrift af himneskri ostaköku, algjört æði :D

Og auðvitað er þetta súper einfalt og fljótlegt eins og flest annað sem ég elda og baka :)

Núðluréttur

Þetta er uppskriftin sem ég nota en auðvitað minnsta mál að helminga hana :)

1 poki kjúklingabringur

1 poki núðlur

2 dl. La Choy Teriyaki sósu

1 krukka eða 2 litlir pokar af Chow Mein eða Hoi Sin sósu

Grænmeti eftir smekk. Í þessum rétt er:

1 paprika

2 laukar

1/4 hvítkálshaus

grænmetisblanda, brokkoli, blómkál og gulrætur.

Skerið kjúklingin í litla bita steikið á pönnu með smá olíu,

kryddið með salt og pipar

hellið svo 1 dl. Teriyaki sósu yfir steiktan kjúklingin á pönnunni.

Skerið grænmetið niður og mýkið á wok pönnu með smá olíu,

hellið 1 dl. Teriyaki sósu yfir grænmetið.

Sjóðið núðlur í potti í 5 mínútur, sigtið vatnið frá.

Blandið núðlunum, kjúklingnum og grænmetinu saman ásamt Chow Mein eða Hoi Sin sósunni.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------

Æðislega ostakakan, eða ískakan eins og mín börn kalla hana :)

(hræðilega teygð mynd af kökunni ófrosinni ;)

Botn

250 gr. Makkarónukökur muldar niður

75 gr. íslenskt smjör, bráðið

blanda saman og sett í form

kaka

300 gr rjómaostur

200 gr. flórsykur

2 tsk. vanillusykur

hrært saman

½ l. rjómi léttþeyttur

blanda rjómanum saman við.

Þessu er smurt ofan á botninn og fryst

Krem

1 dós sýrður rjómi

100gr. suðusúkkulaði

bræðið suðusúkkulaði og hrærið saman við létthrærðan sýrða rjómann.

Smyrjið kreminu yfir frosna kökuna.

Mjög gott að setja jarðaber ofan á.

Frystið kökuna aftur. Kakan geymist vel í frysti.

Ég tek hana út rétt áður en ég ber hana fram.

Krakkarnir mínir hafa alltaf fengið sér af henni eins og hún sé ís, ná sér í köku á disk úr frystinum og borða hana hálf frosna, svo hún er góð á allavegu :)

--------------------------------------------------------------------------------------------------------

Kjúklingasalat

1 poki kjúklingabringur

1 poki blár Doritos, létt mulið

um 1/2 flaska barbequesósa

1 gúrka

1 Iceberg kálhaus

1 paprika

Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og steikið á pönnu í olíu

kryddið með salti og pipar.

Þegar kjúklingurinn er steiktur þá hellið barbequesósunni yfir kjúklinginn á pönnunni, veltið kjúklingnum í sósunni og húðið bitana vel.

Skerið salatið niður og blandið saman í skál

Hellið kjúklingnum og Doritos yfir salatið og blandið öllu saman.

Berið fram með fetaosti og hvítlauksbrauði.


bottom of page