top of page

Einfalt og æðislega gott bananabrauð


Þó það sé sumar og sól á suðurlandi þá er ansi oft þoka, rok og undir tíu stiga hita hér hjá okkur á sama tíma! Svo þá er bara að pakka niður, skella sér yfir heiðina og ná broti af þessum gulu geislum ;)

En áður, í þokunni hér heima þá byrjuðum við daginn með nýbökuðu bananabrauði :)

Ég skelli alltaf í bananabrauð (eða frysti þá í boost) ef ég er með banana sem ég sé að verði ekki borðaðir. Og þessi uppskrift er æðisleg því hún inniheldur bara hráefni sem eru alltaf til á heimilinu og er mjög einföld :)

Bananabrauð

1 egg

1 bolli sykur

2-3 bananar

2 bollar hveiti

1 tsk matarsódi

pínu salt (ég nota tæpa 1/4 tsk)

Þeyti eggið og sykurinn saman, blanda stöppuðum bönunum út í og blanda, næst þurrefnin út í og hræra allt saman. Set deigið í smurt form og baka á 180° í 33 mínútur, fer aðeins eftir ofnum.

Uppskriftin smellpassar í stærri jólakökuformin sem eru sirka 11 x 29 í innanmáli.

Súper einfallt og æðislega gott :D

Ég heillast sem sagt mjög af einfaldleika ;)

Skúffukaka er eitthvað sem er alltaf einföld og fljótleg, enda er hún eiginlega alltaf til hér. Ég nota samt 3 uppskriftir að skúffukökum, eina nota ég oftast, næsta uppskrift er bökuð til að fá smá tilbreytingu inn á milli og sú þriðja er bökuð ef það kemur fyrir að það verði mjólkurlaust í Eyjanes city! Sem er jafn alvarlegt og ef það yrði kaffilaust í Brasilíu. En þá luma ég á þessari skúffukökuuppskrift sem inniheldur enga mjólk ;)

Og snúðarnir sem tók mig alltaf heila eilífð að koma mér í að baka í vetur, ég er alveg búin að bæta upp fyrir það í sumar, um leið og ég kom mér í þann bakstur þá var ég svo enga stund að baka snúða, að þeir eru búnir að vera til með kaffinu flesta daga í sumar :) ég hef reyndar gert lítið af því að setja súkkulaði eða glassúr á þá, því við erum búin að vera svo mikið á ferðinni og borðað úti, svo ég er búin að baka þá með perlusykri ofan á í staðinn, til að forðast subbugang, en hafa þá samt jafn góða og sæta :)

Yngstu fjögur næstum vöknuð :)

Heyrðu já, svo er það þegar ég kíki í heimsóknir þá er mér oftast boðið upp á kaffi, ég afþakka alltaf og segist ekki drekka kaffi. En eftir stranga æfingu í sumar þá tókst mér að læra að drekka kaffi! en ég get auðvitað ekki haft það neitt of auðvelt, svo ég er ekki komin lengra en það, að mér finnst cappucchino gott :D

Eru ekki örugglega allir með það í boði í heimahúsum ;)

Ég mun allavega geta þegið kaffiboð hér eftir, segi bara, "jú takk, einfaldur cappucchino væri vel þeginn" ;)

elska einfaldleikann.... ;)


bottom of page